laugardagur, 30. desember 2006

Sprengjuæði.

Það er óþolandi hvað sprengingar á dögunum fyrir gamlársdag hafa aukist. Þetta er að mínu mati komið út í tóma vitleysu. Það er búið að vera sprengja sprengjur hér í bænum í allan dag og í gær líka. Fyrir utan allar þessar bombu sýningar sem haldnar eru af söluaðilum í tengslum við sölu flugeldanna síðustu daga. Maður reynir að sýna umburðarlyndi en þetta er orðin óþolandi hljóðmengun bæði fyrir menn og dýr. Það er búið að eyðileggja áramótastemmninguna sem var tengd flugeldaskotum á miðnætti á gamlárskvöld. Þessi brjálsemi er eitthvað sem við verðum að fara vinna okkur út úr. Það er verið að réttlæta þessa miklu sölu sprengiefnis með því að þetta sé jú til styrktar hjálpasveitunum. Þetta dragi erlenda túrista til að taka þátt í þessum tímamótum með okkur. Þetta veki athygli á okkur í útlandinu. Má vera að þetta séu gildar ástæður fyrir einhverjum sprengingum. ´Þótt svo sé það önnur spurning hvort eftirsóknarvert sé fyrir okkur að fólk út í heimi hafi þá ímynd af þjóðinni að hér búi tómir sprengjuóðir "skrítlingar"? Fyrir mína parta er vel ásættanlegt að sprengt sé á gamlárskvöld. Þar á að draga mörkin að mínu viti. Þessar sprengingar á dögunum fyrir og eftir áramótin eru óþolandi. Getur verið að ástæðan fyrir þessum stórauknum sprengingum sé að það séu svo margir aðilar tengdir hjálpasveitunum sem fái þetta sprengiefni á mjög niðursettu verði? Allavega heyrir maður dæmi um að þeir sem séu með réttu "tengslin" við flugeldasala fái flugelda og sprengjur á kröftuglega niðursettu verði, jafnvel gefins. Það getur varla verið önnur skýring á því að svo margir eru að eyða stórfé í sprengingar marga daga fyrir áramót. Fyrir okkur sem erum að kaupa dót af hjálparsveitunum á uppsettu verði eru þetta það mikil útgjöld að fólk getur varla haft efni eða löngun á því að vera sprengja svona marga daga fyrir áramótin.

Engin ummæli: