sunnudagur, 17. desember 2006

Á þriðja í aðventu.

Í morgunmuggu á aðventu. Það dregur nær jólum. Helgarnar fara í jólaundirbúninginn. Jólagjafir,jólatré, jólaseríur, jólatiltekt, jólaviðgerðir og jólaþrif. Allt sem hægt er að setja á dagana fyrir jólahátíðina er smelt inn á "to do" listann. Adrenalínkikkið sem búið er til með hæfilegu jólastressi er nýtt til hins ýtrasa við að taka til hendinni við það sem áður var látið bíða. Svona lítur hin hefðbundna jólaaðventa okkar slugsaranna út. Svo eru þeir til sem plana undirbúning jólahátíðarinnar í forveg og byrja fyrr á árinu. Þeir eru núna búnir að "öllu" og nota tímann við lestur bóka og að hlusta á tónlist. Við hin erum í óðaönn við að exa við á "to do" listanum. Það verður víst hver að fá að hafa sitt lag á hlutunum. Helsta afrek helgarinnar er uppsetning öryggishliðs á stigann okkar, sem þolir það að nafni taki aðeins á því. Það er komið rafmagn í bílskúrinn en útiljósin á húsið verða sett upp eftir helgi samkvæmt nýjustu upplýsingum frá rafvirkjanum. Hingað til höfum við reitt okkur á ljósið frá götuljósastaur sem stendur við innkeyrsluna og er ágætt, en nú stendur til að auka ljósmagnið. Hundurinn Sunna er í helgarheimsókn. Við vöknum fyrir allar aldir á morgnana og förum í gönguferð um Fossvogsdal með Sunnu. Maður á dalinn fyrir sjálfan sig á þessum gönguferðum og nýtur morgunkyrrðarinnar. Það hefur heldur hlýnað aftur, en í gærkvöldi var -8°c. Smá mugga er núna úti og hitastig við núllið giska ég og stillt veður. Jæja nú er klukkan að ganga 10.00 og vélar Flugfélagsins farnar að raska ró morgunsins með yfirflugi yfir dalnum. Kveðja.

Engin ummæli: