sunnudagur, 31. desember 2006

Við áramót.

Fullt tungl yfir Esjunni. Sigrún Huld tók þessa fallegu mynd af fullu tungli yfir Esjunni í desember rétt upp úr hádegi.

Árið 2006 er á enda runnið. Þetta hefur verið viðburðarríkt og gjöfult ár fyrir okkur. Efst í huga er þakklæti fyrir allt það sem okkur hefur hlotnast á árinu. Stærsti viðburður ársins er að sjálfsögðu nýtt barnabarn, Jóhannes Ernir Hjartarson, sem fæddist í Kristianstad þann 11.nóvember sl. Þá eignaðist Hilda mágkona og Magnús sitt fyrsta barn, Valgerði Birnu og Þórunn systir sitt fyrsta barnabarn, Telmu Þórunni Árnadóttur. Annálsritunin stendur fyrir öðrum minnisverðum atburðum þessa árs. Við óskum ykkur öllum nær og fjær gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla. Sérstakar kveðjur fær Hjörtur Friðrik sem í kvöld er á næturrvakt á slysavarðstofunni í Kristianstad í Svíþjóð. Mörg eftirminnileg og skemmtileg áramótin höfum við átt saman í gegnum tíðina. Við sendum líka kærar kveðjur til Borgnesinganna okkar, Ingibjargar, Sveins Hjartar, Jóhannesar Ernis. Valdimar og Stella verða með okkur í kvöld. Bloggvinir og aðrir vinir fá einnig sérstakar kveðjur fyrir skemmtileg og gefandi samskipti á árinu. Við vonum að kvöldið verði ykkur ánægjulegt, fariði varlega með eldfærin og sprengjurnar og enn og aftur gleðilegt ár.Hittumst heil á nýju ári 2007. Kveðja.

Engin ummæli: