miðvikudagur, 27. desember 2006

Jóhannes Ernir Hjartarson skírður.

Í gærdag annan dag jóla var yngri sonur Hjartar og Ingibjargar skírður í Kópavogskirkju. Drengurinn var skírður Jóhannes í höfuðið á móðurafa sínum og Ernir sem annað nafn. Athöfnina framkvæmdi séra Hjörtur Hjartarson langafi drengsins af hlýju og virðugleika. Skírnarsálminn lék föðurafi hans við söng kirkjugesta. Móðurafi drengsins hélt á honum undir skýrn og móður- og föðursystur drengsins þær Katrín Jóhannesdóttir og Sigrún Huld Hjartardóttir voru skírnarmæðgur. Stella Vestmann var aðstoðarmaður prestins við meðferð kertis. Júlíus Geir Sveinsson frændi drengsins lék tvö lög í upphafi og lok athafnar. Að lokinni athöfn var skírnarkaffi í Brekkutúninu. Drengurinn var sem ljós allan tímann og virtist njóta stundarinnar, bæði í kirkju og skírnarveislu. Eftirminnilegur dagur og í alla staði ánægjulegur. Kveðja.

Engin ummæli: