mánudagur, 18. desember 2006

Útiljós í skammdeginu.

Jæja, þá eru útiljósin uppsett. Alls eru þetta þrjú ljós sem við settum upp og svo útitengill fyrir útiseríuna. Við erum ljómandi ánægð með þessi ljós og þau taka sig vel út á veggjunum. Nú annað ánægjuefni sem ég ætlaði að færa til bókar er sigur Hammers (West Ham) á Manchester United 1 - 0. Nú getur maður vænst þess að sjá liðið spila oftar í sjónvarpinu og farið að fylgjast betur með enska boltanum. Fimleikastjórinn minn í AGGF sagði að nýi stjórinn hjá West Ham hefði byrjað á því að setja tvo bestu menn liðsins út af. Annan á varamannabekkinn og hinn upp í stúku. Maður vonar að sjálfsögðu að þetta dugi til þess að koma uppáhaldsliði mínu í gang. Nú hann sagði svo sem ýmislegt annað uppbyggilegt t.d. að það þýddi ekkert fyrir okkur að borða mikið sælgæti eða góðgæti um jólin. Við værum búnir með okkar skammt í þeim efnum. Skilaboðin voru að mæta í leikfimi, labba mikið og borða lítið. Vigtun eftir áramót. Að lokum óskar annállinn henni Stellu til hamingju með daginn. Kveðja.

Engin ummæli: