laugardagur, 20. janúar 2007

Á þorranum.

Þetta er að verða ansi langt kuldakast sem við búum við þessa dagana. Þorrinn hófst í gær. Ég var boðinn í Múlakaffi í þorramat og er maturinn þar alltaf jafn góður. Hann er eitthvað svo lystilegur og "ferskur" ef hægt er að nota það orð um súrsaðan mat. Ég fór í dag á Reykjavíkurflugvöll og sótti Hjört Friðrik sem kom með 14.00 vél frá Akureyri. Hann hefur verið þar í afleysingum á FSA síðustu vikuna. Þau fara svo heim til Svíþjóðar á morgun. Frá Reykjavíkurflugvelli keyrðum við í beit suður í Keflavík til þess að sækja Sirrý sem lenti með IE vél frá Kaupmannahöfn kl.14.20. Ég er mikill stuðningsmaður þess að Reykjavíkurflugvöllur fái að þjóna landsbyggðinni áfram. Það hefði þó komið sér betur í þetta skipti ef bæði hefðu lent á sama flugvellinum. Hér komu í dag Vélaug og Sigurður brún og sælleg frá Kúbu. Þau ákváðu að slaufa jólunum og dvelja hjá Castró á Kúbu. Áttu þar góða daga í Havanna og á ströndinni. Björn átti 70 ára afmæli í gær 19. janúar og óskum við honum til hamingju með daginn. Hér komu í kvöld Stella og Valdimar. Þetta er það helsta í fréttum af okkur. Kveðja.

Engin ummæli: