þriðjudagur, 16. janúar 2007

Vetrarríki í Fossvogsdal.

Hver var að tala um að "global warming". Hann ætti að vera hér í Fossvogsdal í kvöld. Það er mikill kuldi og snjór og ekkert veður til þess að vera úti. Ég sagði ykkur frá því í síðasta pistli að Sirrý hefði flýtt för sinni frá Jönköping í síðustu viku. Hún lagði af stað í hífandi roki klukkan þrjú um nótt og vægast sagt við hrollvekjandi aðstæður. Það er ekkert grín að vera ein á ferð með ferðatösku aðfaranótt laugardags í ókunnugum bæ. Maður hafði nú ekki vit á því að gera sér áhyggjur út af því svona fyrirfram. Nú hún komst heim á laugadaginn heil á húfi. Hefði hún hinsvegar haldið upprunalegu ferðaplani hefði hún að öllum líkindum orðið fyrir miklum töfum vegna óveðursins sem gékk yfir Svíþjóð um helgina. Á sunnudaginn brunuðum við upp í Borgarnes að hitta Ingibjörgu og drengina. Í gær vorum við í matarboði hjá Birni og Gunnhildi. Hann á stórafmæli núna í janúar. Þetta er það helsta sem hér hefur verið í gangi hjá okkur. Kveðja.

Engin ummæli: