mánudagur, 8. janúar 2007

Koma sér í rútínu.

Byrjaði aftur í fyrsta leikfimi tímanum eftir áramót í dag. Það var vel mætt og hugur í félögunum. Leikfimisstjórinn vigtaði okkur. Ég þyngdist ekkert yfir jólin enda má maður illa við því(Léttist reyndar aðeins). Það er nú árangur út af fyrir sig. Miðað við allar þær freistingar sem maður þarf að passa sig á á jólum. Nú við vorum brýndir af leikfimistjóranum til dáða og að setja okkur verðug markmið í líkamsræktinni. Ég stefni ótrauður á - 5 kg. fyrir maílok eða þar um bil. Nú fyrsta kóræfingin var í kvöld. Það var frekar illa mætt og er það að verða svolítið vandamál hversu kórfélagar mæta illa. Að vísu mættu tvær nýjar í sópraninn og vonandi að þær endist með okkur. Það er varla nóg þegar mættir eru um 20 félagar en þeir þyrftu að vera 30 til þess að söngurinn verði góður. Byrjuðum þó að æfa nokkur lög sem ég hef ekki sungið áður. Að vísu eitt lag eftir Sigfús heitinn Halldórsson sem ég hef mikið fengist við í gegnum tíðina, Litlu fluguna. Þetta er svona það helsta sem er af þessu vettvangi að frétta þennan daginn. Kveðja.

Engin ummæli: