laugardagur, 6. janúar 2007

Á þrettándanum.

Við fórum á hátíðartónleika Rótarý í Salnum í gærkvöldi. Hlýddum þar á Kammerkór Langholtskirkju og Braga Bergþórsson tenór syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Stjórnandi Kammerkórsins var Jón Stefánsson. Þetta var hátíðleg stund og vandað til söngsins. Á fyrri hluta efnisskrárinnar voru trúarleg verk eftir ýmsa þ.á.m. Bach og Hildigunni Rúnarsdóttur. Eftir hlé söng Bragi Bergþórsson styrkhafi Rótarý tónlistarsjóðsins nokkur lög. Efnilegur ungur söngvari sem gaman var að hlíða á og mun maður fylgjast með honum í framtíðnni. Eftir tónleikana héldum við smá boð með vinafólki sem var á tónleikunum. Annars mest lítið í fréttum. Nú er farið að snjóa hér á Reykjavíkursvæðinu og snjóar töluvert. Það er hlýtt úti þannig að það er spurning hvað snjórinn varir lengi. Heyrðum í Hirti í Svíþjóð og Valdimar og Stella kíktu hér við í kvöld. Sirrý fer til Svíþjóðar í fyrramálið. Við fórum í Borgarnes í dag og heimsóttum litlu drengina, Ingibjörgu og foreldara hennar. Það hafa verið miklar sprengingar hér í kvöld og er maður orðinn allþreyttur á þessum eilífu sprengingum. Þessir sprengigaurar hljóta að vera í vandræðum með aurana sína.

Engin ummæli: