sunnudagur, 28. janúar 2007

Átta liða úrslitin.

Ánægjulegt að íslenska handknattleiksliðið skyldi komast í átta liða úrlitin á HM í Þýskalandi. Virkilega gaman að horfa á liðið spila af mikilli gleði og standa sig svona vel þótt það hafi tapað fyrir Þýskalandi í dag. Vonandi að þetta haldi eitthvað áfram. Þetta lið er til alls líklegt í þessari keppni. Annars það helst í fréttum að við fórum á sögusýningu Landsbankans í dag. Vönduð yfirlitssýning um starfsemi bankans í 120 ár. Þetta er eins og að fá góðan fyrirlestur í íslenskri hagsögu.Óhætt að mæla með heimsókn á þessa sýningu. Á eftir fórum við í Kolaportið. Þangað hefur maður ekki komið lengi. Þetta er það helsta í fréttum héðan. Kveðja.

Engin ummæli: