sunnudagur, 10. febrúar 2008

Feðgar á ferð.

Axel og synir. Helstu fréttir dagsins eru þær að við fórum á Hlíðarveginn til mömmu. Þar hittum við Axel bróður og syni hans Alexander Garðar og Axel Garðar jr og Rannveigu. Þær eru helstar fréttir af þeim að Alexander á að fermast í 30. mars næstkomandi. Eftir viðkomu á Hlíðarveginum var farið í búðarleiðangur. Síðdegis fórum við á LHS að vitja sr. Hjartar sem lagður var þar inn á föstudaginn. Hann er þar á fjögurra manna stofu þar sem gista bæði konur og karlar saman á stofunni. Hlýtur að vera svolítið sérstakt svo ekki sé meira sagt. Hann hafði þau spakmannlegu orð um þessa skipan að líklega væri litið til aldurs sjúklinga. Allir væru þeir vel yfir sjötugt og því lítil hætta á að þeir rugluðust á rúmum. Húmórinn er nauðsynlegur á stundum sem þessum. Þetta eru svona helstu fréttirnar þessa helgina. Kveðja.

Engin ummæli: