fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Norðan heiða.

Úr háloftum. Ég skrapp til Akureyrar í dagsferð. Ætlaði að taka myndir fyrir Stjánastaðabúa en mundi ekki eftir því fyrr en á leiðinni til baka. Þannig að þeir verða að láta sér nægja háloftamynd af norðlenskum heiðum eða á að segja heldur fjallgörðum? Fín ferð báðar leiðir og ekki var jafnvægið að trufla. Horfði töluvert á tölur dagsins 14 - 2 og velti því fyrir mér hvað þær þýddu. Jú nafni minn á afmæli 15 - 2 ekki var það það. Svo allt í einu rofaði til - landsleikurinn hérna forðum daga í Köben og ekki orð um það frekar. Yljaði mér líka við dagana í febrúar 2005 þegar við fórum að skoða nafna í fyrsta sinn árið 2005. Þá var nú mun verra veður en í dag. Sendum okkar bestu afmæliskveðjur til nafna.

Engin ummæli: