þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Tíminn flýgur.

Stóra spurningin í dag er hvort blessuð loðnan sýnir sig. Það er orðið ansi langt liðið af febrúar. Annars fór ég á Rótarýfund í hádeginu og söngæfingu í kvöld. Í dag var fundarefnið staða barna af erlendu bergi í íslensku samfélagi. Áhugavert erindi í því fjölmenningar samfélagi sem Ísland er orðið. Það var sagt frá því hversu erfitt það getur verið fyrir börn að fóta sig í íslensku samfélagi sem eiga erlenda foreldra og hafa sjálf takmarkaða þekkingu á samfélaginu og tungunni. Endaði daginn með því að koma seint á söngæfingu eftir tveggja vikna fjarveru. Svolítið ryðgaður í laglínunni eftir fjarveruna, en það kemur aftur. Nú er það undirbúningurinn fyrir Skaftfellingamessuna 9. mars. Fórum í gegnum messuskránna og æfðum svör safnaðarins - messusöngskrá Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Kveðja.

Engin ummæli: