fimmtudagur, 28. febrúar 2008

Í partý hjá AGGF og ,,shashimi" veislu á Þremur frökkum.

Hvala shashimi. Var á þremur Frökkum í kvöld og fékk þessa æðislegu shashimi máltíð, hrátt hvalkjöt með sojasósu og grænni piparrótarsósu og þvílíkt góðgæti. Í millirétt var steiktur þorskur og í aðalrétt var steikt hvalkjötslund í piparsósu. Að lokum var í eftirrétt skyrkaka sem fæst bara á Þremur frökkum. Ég mæli með svona hvalamáltíð og að ég tali nú ekki um þessari skyrköku. Japanirnir sem við borðuðum með voru að vonum glaðir að fá almennilegt kjöt.

AGGF partý. Einstaka sinnum fer maður í fleiri en eina veislu á dag. Í dag var partý hjá leikfimisklúbbnum mínum í tilefni 19 ára afmælis klúbbsins og því var fagnað að nú hefur klúbburinn fengið nýja aðstöðu - sama húsnæði og hann byrjaði í hér um árið. Ég hef verið í þessu leikfimiklúbb í 18 ár og sé ekki eftir því. Annars lítið í fréttum.


Engin ummæli: