þriðjudagur, 5. febrúar 2008

Tómlegt í kotinu.

Það hefur heldur hlýnað í kvöld, snjór yfir öllu og gott skyggni til Perlunar. Ég var að koma af söngæfingu með Sköftunum sem ég reyni að gera á hverju þriðjudags kvöldi. Það verður Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju 9. mars nk. og sálmarnir voru æfðir á fullu. Hjörtur Friðrik og fjölskylda fóru til Svíþjóðar snemma á laugardaginn. Við lögðum af stað með þau til Keflavíkur kl. 4.30 um morguninn. Ferðin gékk vel hjá þeim alla leið til Kristianstad nema hvað þar gékk illa að fá taxa til að keyra þau heim að dyrum. Loksins þegar náðist í taxa, kom babb í bátinn. Jóhannes Ernir ríflega eins árs gat ekki fengið far. Hann var of ungur!!! Hjörtur mátti bíða á lestarstöðinni með barnið þangað til Ingibjörg kom til baka á þeirra bíl. Svona eru nú reglurnar í Svíaríki og þeim skal framfylgt. Hér hefur varðhundurinn Sunna verið í heimsókn yfir helgina og er hún líka farin heim til sín. Þannig að það er hálf tómlegt í kotinu þegar gestirnir eru farnir. Bolludagur í gær og sprengidagur hafa ekki auðveldað baráttuna við vigtina. Maður verður að taka sér tak í þeim málum. Nóg um það í bili. Læt þetta duga. Kveðja.

Engin ummæli: