laugardagur, 23. febrúar 2008

Sitt lítið af hverju.

Við fórum á kaffihúsið Súfistann í dag. Þar hittum við Rakel og Bjarna foreldra Stellu og áttum með þeim góða stund. Hér komu í morgun Björn og hundurinn Sunna og svo Gulla vinkona. Fórum bæði í Kringluna og Smáralind í leit að kjarakaupm og hittum líka fullt af fólki. Í kvöld höfum við verið að horfa á Spaugstofuna og Eurovision. Mér finnst fyrrnefndi þátturinn orðinn svo þreyttur að það ætti að hvíla hann. Þessi þáttur gékk út á það að endurspila gömul Eurovision lög sem þeir hafa afskræmt í gegnum tíðina. Við höfum alltaf verið áhugasöm um þessa sönglagakeppni allt frá Svíþjóðarárunum þar sem þessi keppni er alltaf stórviðburður. Svíar leggja mikið í þessa keppni. Sjáumst. Kveðja.

Engin ummæli: