miðvikudagur, 13. febrúar 2008

Góður frændi í heimsókn.

Hermann Hjartarson. Hér kom í heimsókn föðurbróðir minn Hermann Hjartarson f.v. framkvæmdastjóri útgerðrar- og fiskvinnslufyrirtækisins Stakkholts hf. í Ólafsvík. Það fyrirtæki var umsvifamikið um áratugaskeið í Ólafsvík og um tíma á Höfn. Stofnandi þess var tengdafaðir hans Halldór Jónsson. Tók þessa mynd af honum í ruggustól afa og langaafa okkar Finnbjörns Hermannssonar verslunarmanns frá Ísafirði. Tilefni heimsóknarinnar fyrir utan það að rækta frændsemi var að ræða störf Finnbjörns hjá Ásgeirsverslun á Ísafirði en þar vann hann lengst af starfsævi sinni. Ég hef verið að grúska í sögu Ásgeirsverslunar, sérstaklega sögu Árna Jónssonar faktors. Afraksturinn af því er í handritinu sem Hermann heldur á. Ef einhver rekst hér inn á þessa síðu með upplýsingar um þetta efni er hann hvattur til að hafa samband.

Engin ummæli: