fimmtudagur, 31. janúar 2008

Kuldatíð.

Það er rosalega kallt úti. Man ekki eftir svona kuldakasti lengi. Þetta er að verða veðurannáll. Það eru nánast veðurlýsingar í hverju bloggi. Hér eru hjá okkur þessa dagana Hjörtur og Ingibjörg með Svein Hjört og Jóhannes Erni. Nú styttist í að þau fari til síns heima í Svearíki, en þau fara á laugardaginn. Maður er bara í sinni rútínu og frá litlu að segja. Var á ráðstefnu í dag þar sem rætt var um ESB. Lítið nýtt sem þar kom fram, sem ekki hefur verið fjallað um áður. Þar fjallaði m.a.dómsmálaráðherra um skýrslu Evrópunefndar, sem hann var formaður fyrir. Meginniðurstaða hans er að okkur sé betur borgið utan ESB en innan þess. Þannig séu líkur til að við munum hafa meiri áhrif í þeim málum sem varða okkur. Síðan fjallaði hagfræðingur frá Landsbankanum ítarlega um evruna, efnahagsmál og erfiðleika á lánsfjármarkaði. Það eru blikur á lofti bæði hér og á alþjóðlegum fjármálamarkaði og betra að fara varlega næstu misseri. Það bar annars til tíðinda að sagt var frá þessari ráðstefnu í fréttum Stöðvar 2 eins og leynifundi. En þetta var einungis lokuð innanhúsráðstefna á vegum SA. Annars lítið að frétta héðan. Kveðja.

Engin ummæli: