föstudagur, 4. janúar 2008

Árið okkar!

Fór í fyrsta leikfimitíma ársins. Slapp í gegnum viktun. Hafði reyndar ekki þyngst neitt þannig að óþarfi var að hafa áhyggjur af því fyrirfram. Fimleikastjórinn var svo ánægður með mig að hann útnefndi mig í sérstakan úrvalshóp þessa vikuna. Þetta verður "árið okkar" sagði hann og ég játti því. Nú er bara að ofmetnast ekki og taka eina viku fyrir í einu. Þetta fór nú í þær fínu hjá sumum félögum sem voru beðnir um að vera eftir og mæta í sérstakt viðtal hjá leikfimistjórnanum. Ég lét nú glósur þeirra sem vind um eyru þjóta. Þá er þessi fyrsta stutta vinnuvika búin. Gott að fá mjúka byrjun. Verkefnin hrannast inn á vikurnar þannig að það verður í nógu að snúast. Á laugardaginn verða rótarý tónleikar í Salnum þar sem m.a. Diddú mun koma fram. Við höfum yfirleitt farið á þessa tónleika á undanförnum árum og haft gaman af því.

Engin ummæli: