mánudagur, 14. janúar 2008

Evrópumeistarakeppnin.

Þá er að setja sig í stellingar fyrir Evrópumeistarakeppnina í handbolta í Noregi. Ég spáði því í dag að Svíar verði Evrópumeistarar, þeir vinni okkur í fyrsta leiknum en við verðum í 8. sæti í keppninni. Spáir einhver betur? Þetta var mín spá í leikfimitímanum í dag. Flestir spáðu Þjóðverjum, Frökkum eða Spánverjum sigri. Þetta kemur allt í ljós. Ég held hinsvegar að Svíar séu nánast á heimavelli í Noregi. Fáir spá þeim góðu gengi. Við niðurlægðum þá hér um árið. Það er við slíkar aðstæður sem þeir eru hættulegastir þ.e. þegar enginn gerir ráð fyrir þeim í spilinu. Nú af öðrum fréttum er það helsta að Sirrý er í Finnlandi þessa vikuna. Við hin erum í okkar rútínu og reynum að halda taktinn.Kveðja.

Engin ummæli: