miðvikudagur, 16. janúar 2008

Á dimmu vetrarkvöldi.

Á slíku kvöldi er fátt betra til að lýsa upp sálartetrið en að syngja í röddum: "Hjálpa þú mér helg og væn himnamóðirin bjarta!" Þetta er fallegt ljóð eftir HKL við lag Björgvins Þ Valdimarssonar. Endaði daginn á ljúfri söngæfingu með Sköftunum. Mætingin var betri en á síðustu æfingu. Heyrði annars sögu af manni í dag sem var boðið heim til manns sem taldi hann ranglega vera annan mann. Aðspurður síðar hvort honum hefði ekki þótt óþægilegt þegar gestgjafinn komst að raun um að hann færi mannavillt, sagði hann svo ekki hafa verið. Hann hefði nefnilega alltaf verið viss um það sjálfur hver hann væri. Getur komið sér vel að vera viss um það. Annars frá litlu að segja í bili. Kveðja.

Engin ummæli: