laugardagur, 5. janúar 2008

Hátíðartónleikar Rótarý í Salnum.

Flytjendur.(Mynd af vef utanríkisráðuneytisins.) Við fórum á síðari tónleika Rótarý hreyfingarinnar í Salnum í dag. Eins og við höfum reyndar gert síðan byrjað var að halda slíka tónleika í ársbyrjun ár hvert fyrir tólf árum. Í ár sáu Irina Romishevskaya, mezzósópran og Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran um sönginn við undirleik Jónasar Ingimundarsonar á flyglinum. Efnisvalið var fljölbreytt,óperuaríur, dúettar og fjölbreytt sönglög eftir; H. Purcell, G Fr. Händel, A.Vivaldi, Fr. Schubert, M. Glinka, M. Mussorgski, L. Delibes, W.A. Mozart, C. Saint-Saëns, J.Offenbach, G. Bizet og V. Bellini. Söngkonurnar fóru á kostum við hljómfagran undirleik Jónasar. Diddú er öllum Íslendingum kunn sem frammúrskarandi söngkona og "performer". Irina hin rússneska var einnig frammúrskarnadi í flutningi sínum. Það vekur hjá manni mikið stolt og gleði að eiga þess kost að geta notið slíks sönglagaflutnings í heimabyggð í stórkostlegum Salnum. Það mikla tónlistarstarf sem fer fram í Salnum byggist að sjálfsögðu á tónlistarjöfrinum Jónasi Ingimundarssyni með einum eða öðrum hætti. Salurinn er tengdur nafni hans eins og Dómkirkjan er tengd nafni Páls Ísólfssonar í mínum huga. Eftir hlé lék styrkhafi rótarýstyrksins í ár eins og engill á fiðlu, en ég náði ekki nafninu hennar.

Engin ummæli: