sunnudagur, 27. janúar 2008

Að setja sér markmið.

Afrískur flóttamaður. Þetta er nú meira leiðinda veðrið - hífandi rok og ekki hundi út sigandi. Danir björguðu deginum. Mikið rosalega var annars gaman að fylgjast með leiknum og sjá þá verða Evrópumeistara. Það skipti þá miklu að eiga góðan markmann, en leikgleðin og áræðnin var allaf til staðar. Alveg er ég sannfærður um að þetta ættum við að geta líka á góðum degi. Ég var líka að fylgjast með frönskum kvikmyndagerðarmanni í sænska sjónvarpinu sem fylgdi sómölskum og eþópískum flóttamönnum á báti yfir til Jemen. Sýndar voru tilraunir Sþ til að fá fólkið til að hætta við og snúa heim fyrir tólf evrur sem báru engan árangur. Aumingjans fólkið sem var í flóttamannabátnum var misþyrmt skipulega á leiðinni af smyglurunum. Margt af því hafði aldrei komið um borð í bát og var sjóveikt á leiðinni. Á 10 metra langri fleytu voru 129 manns eins og í síldartunnu. Minnti mann á myndir af þrælagaleiðum sem maður hefur séð í sögubókum. Það er sem sé enn verið að flytja ódýrt vinnuafl frá Afríku á hrottafenginn hátt. Maður sér aldrei svona raunveruleika myndir af lífi fólks í íslensku sjónvarpi. Það er svo grunnt og "commercial" eins og stundum er sagt. Niðurstaðan af þessum hugleiðingum er sú að maður verður að setja sér markmið ef maður ætlar að ná árangri. Þetta á við hvort heldur er í handbolta eða í þeirri viðleitni að leita betra lífs. Einn flóttamaðurinn sagðist ekki geta framfleytt sér í heimalandi mínu. Þannig að staða hans gæti ekki versnað miðað við núverandi aðstæður með því að leita sér að vinnu í öðru landi. Danski þjálfarinn sagði fyrir mótið að Danir ætluðu sér að verða Evrópumeistarar - einhverjir hlógu víst að því en ekki lengur. Kveðja.

Engin ummæli: