föstudagur, 25. janúar 2008

Á bóndadaginn.

Sirrý, Hjörtur og Unnur. Fórum í kvöldkaffi til foreldra minna í dag og tókum stöðuna í helstu dægurmálum. Sitt sýndist hverjum um hina pólitísku stöðu í borginni með tilkomu nýs meirihluta og borgarstjóra. Hittum þar Hjört Sveinsson frænda og framsóknarmann. Nú annars frá litlu að segja þessa dagana. Maður reynir að fylgja rútinu daganna. Fór í gær og gaf blóð í 49. sinn. Þannig að nú á maður aðeins eftir að gefa í eitt skipti í viðbót til að ná settu markmiði. Maður verður seint hundraðshöfðingi úr þessu. Það kallast þeir sem hafa náð að gefa blóð hundrað sinnum. Það er mikið vetrarríki hér í Fossvogsdal mikill snjór, kallt og gnauðandi vindur á gluggum. Maður reynir að sinna áhugamálunum af bestu getu. Hef verið að taka mér tak og æfa á píanóið. Annars hef ég verið að hlusta á gregoískar kantötur Ego sum Resurrectio. Þeir segja að þetta sé meira en þúsund ára gömul tónlist í bæklingi sem fylgir disknum. Mæli með þessari tónlist fyrir þá sem hafa þörf fyrir tónlist við hugleiðslu á dimmum vetrarkvöldum. Kveðja.

Engin ummæli: