miðvikudagur, 9. janúar 2008

Þema gærdagsins: Stjórnmál, menntun og söngur.

Í gær var fyrsti fundur í Rótarýklúbbnum eftir áramótin. Gestur okkar var Ólafur Þ Harðarson stjórnmálaprófessor við HÍ. Hann fór yfir pólitíska þróun í landsmálum frá 1945 og hvernig áhrif stjórnmálamanna hafa verið að breytast á undanförnum árum í ljósi þess að markaðasskipulagið hefur borðið sigur af þeim valkostum sem tekist var á um á 20. öldinni. Annars fór dagurinn í það að sitja ráðstefnu Fjöltækniskólans um menntun og atvinnulífið. Fróðleg ráðstefna um samskipti skóla og atvinnulífs, sem nauðsynlegt er að fara yfir með jöfnu millibili. Framboð á menntun er gríðarlegt og eftirspurn og samkeppni um besta starfsfólkið fer vaxandi. Einstakir skólar verða að vera á tánum, ef þeir ætla halda sínum hlut í framtíðinni. Það gildir líka í þeirra starfi að nú þarf að hugsa einnig um hag nemanda. Í gærkvöldi var svo fyrsta æfing hjá Sköftunum eftir áramótin. Farið var í gegnum nokkur lög sem við vorum að æfa fyrir áramótin. Vetrarstarfið lofar góðu en það vantaði nokkuð marga. Það voru 22 félagar mættir, en það þurfa að vera a.m.k. 30 til þess að það kórinn hljómi vel. Kórinn er orðinn mun samstilltari en áður og sum lögin að verða nokkuð vel slípuð. Vonandi að úr rætist með mætinguna. Kveðja.

Engin ummæli: