miðvikudagur, 23. janúar 2008

Í sigurliðinu.

Snorri Steinn.(mynd af Mbl.is) Mikið var ég glaður eftir þennan leik. Það er svo gaman að halda með sigurliðinu, þá sjaldan að það gerist. Ég skal viðurkenna það að ég fylgdist lítt með leikjunum við Þjóðverja og Frakka. Jæja, þá er það spurningin um sjöunda sætið - hina heilögu tölu. Þeir segja að jafntefli við Spánverja sé nóg til að ná því. Það er þá einu sæti ofar en ég hafði spáð. Nú var á söngæfingu með Sköftunum í gær. Það gengur vel að æfa nýtt prógram sem væntanlega verður flutt í april og maí. Nú er að reyna að standa sig í mætingum. Jóhannes Ernir og Sveinn Hjörtur fóru upp í Borgarnes. Nú er enginn sem segir "Ía = afi" og "afi minn" í bili þegar meður fer í og úr vinnu. Kveðja.

Engin ummæli: