sunnudagur, 12. apríl 2009

Legið í bók Greenspans

Ég er búinn að liggja í bók Alans Greenspan, æviminningum fyrrum seðlabankastjóra USA. Bókin heitir "The age of turbulaence" eða upp á íslensku Öld vindhviða. Þessar ríflega 500 síður er skyldulesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á efnahagsmálum. Það tekur nokkra daga að lesa sig í gegnum bókina en hún er vel þess virði og maður verður margs fróðari. Skilaboð Greenspans eru í stuttu máli að hafi maðurinn áhuga á því að ná betri "efnislegum gæðum" í þessari veröld þá sé kapítalismi með vel skilgreindann eignarétti besta leiðin til þess á ná árangri sem vitað er um - þetta megi lesa úr sögu mannkyns í gegnum aldirnar. Í raun telur hann að þetta sé eina leiðin til þess að ná langtíma árangri. Það verður fróðlegt að fylgjast með því á næstu árum hvaða árangri íslenskir sósialistar ná í því að afsanna þetta álit Greenspans og niðurstöður hins gamla Adams Smiths á 18.öld komist þeir til valda. Nema þeir taki upp stefnu Blairs og Browns í Breltandi og haldi áfram stefnu Margrétar Tatchers með "labour" ívafi "new labour" eins og þeir kölluðu það. Bestu kveðjur frá Svíþjóð.

1 ummæli:

Gunnar Örn Sigurðsson sagði...

Jú þetta er aldeilis tíminn til að skoða þessa hluti. Hann gerir líklega ráð fyrir að menn séu heiðarlegir og "siðbjartir". Hér er ágætis pæling um hvenær maður stelur og hvenær ekki....
http://www.youtube.com/watch?v=EDFl9WKVp68