sunnudagur, 12. apríl 2009

Gleðilega páska

Ystad Páskadagsmorguninn var tekinn með trompi hér í Stjánastað. Mjólkurduftslausu Freyjupáskeggjunum gerðu bræðurnir Jóhannes Ernir og Sveinn Hjörtur góð skil. Ekki laust við að mínir menn væru í sykursjokki næstu mínúturnar á eftir. Við höfum átt hér góða daga. Veðrið hefur verið ágætt og hægt að vera mikið útivið. Fórum niður til Ystad í gær og þræddum "Konstrunduna" sem er svon rúntur á milli antík staða (mest svona glerdót) og vinnustofa listamanna sem voru opnar fyrir gesti. Þetta er afar vinsæll rúntur hér í Skåne á þessum tíma og mikið auglýstur. Vinnustofur og heimili listamannanna eru merkt með áberandi hætti og svo er víða á kaffistofum búið að koma fyrir listmunum/málverkum. Síðan keyrðum við upp með ströndinni til Simrishamn og Kivíkur og Åhus þetta er mjög skemmtileg bíltúrsleið og margt að sjá á leiðinni. Það er værð yfir umhverfinu hérna í Hammar. Ljóst að margir Svíar hafa skotist í sumarhús eða eitthvað annað um páskana. Á morgun er ferðinni heitið til Jönköping og verður dvalið þar í nokkra daga áður en haldið verður heim á leið.

Engin ummæli: