fimmtudagur, 23. apríl 2009

Gleðilegt sumar!

Kirkjufell Loksins loksins eftir langan vetur er sumarið komið. Dagarnir lengjast, loftið hlýnar og maður fyllist þessari gleði yfir því að geta notið komandi sumardaga: "Þakka ykkur fyrir komuna. Ég vil aðeins biðja ykkur um eitt - haldið áfram að syngja og dansa." Þannig kvaddi hótelstýran okkur kórfélaganna um síðustu helgi þegar við vorum að fara aftur í bæinn. Á göngu okkar um bæinn kom fólk út í dyr og þakkaði okkur fyrir sönginn. Það er ekki til meiri forréttindi en að fá að vera öðrum gleðigjafi - þetta ættum við hafa í huga nú þegar víða kreppir að - lítið bors - velviljuð orð - samhugur þetta er það sem þarf til. Kveðja.

Engin ummæli: