sunnudagur, 12. apríl 2009

Maríuvers

Maríukirkjan í Ystad

Nú máttu´ ekki, María, gráta,
meistarinn er ekki hér,
þar sem þú grúfir og grætur
gröfin og myrkrið er.

Líttu til annarrar áttar,
upp frá harmi og gröf:
Ljóminn af lífsins sigri
leiftrar um jörð og höf.

Sjá, já, nú sérðu, María,
sjálfur er Jesús hjá þér
upprisinn, ætlar að fæða
allt til nýs lífs með sér.

Syng því í sigurgleði.
Syng fyrir hvern sem er:
Kærleikans sól hefur sigrað,
sjálfur er Kristur hjá þér.



Sálmurinn er þýðing dr. Sigurbjörns Einarssonar á sálmi eftir sænsku skáldkonuna Ylvu Eggerhorn.(Heimild mbl.is)Sálumurinn var frumfluttur m.a. í Dómkirkjunni í dag.


Altari kirkjunnar. Kirkjan kallast Maríukirkja eftir ungri stúlku, Maríu sem af auðmýkt opnar hjarta sitt fyrir Guði. "Með umfangi sínu og háum turni vísar Maríukirkjan á vonina. Líttu í kringum þig, réttu úr þér, það er VON." Í turni kirkjunnar hafa meðlimir sömu fjölskyldu staðið vakt í áratugi til þess að vakta Ystad og blásið með vissu millibili í lúður til að gefa til kynna tíma dagsins. Fremst við altarið til vinstri er líkneski af Maríu og til hægri er Jóhannes sem minnir okkur á mikilvægi kærleikans í veröld okkar. Kveðja.

Engin ummæli: