sunnudagur, 19. apríl 2009

Söngfélag Skaftfellinga - söngferðalag

Í Grundarfjarðarkirkju.
Við í Söngfélagi Skaftfellinga höfum verið á söngferðalagi um Vesturland þessa helgi. Hófum ferðina vestur í Grundarfjörð á föstudaginn og æfðum okkur í kirkjunni á staðnum. Kórnum var óvænt boðið í fimmtíu ára afmæli sem stóð fram eftir kvöldi með söng og dansi á föstudagskvöldið. Á laugardag var ekið í Stykkishólm og þar haldnir tónleikar í kirkjunni. Síðan voru tónleikar í Grundafjarðarkirkju í beit. Báðir þessir tónleikar tókust mjög vel en áheyrendur hefðu mátt vera fleiri. Lögin voru fjölmörg og fjölbreytileg - en óhætt að segja að gamlir smellir eins og "Úr fjarlægð" hafi fengið bestar undirtektir. Á leiðinni út í Stykkishólm var komið við í Bjarnarhöfn og þar voru safn og kirkja heimsótt undir leiðsögns Hildibrandar Bjarnasonar. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Kórfélagar minntust sérstaklega Sigurlínu Sjafnar Kristjánsdóttur, formanns kórsins sem lést fyrr í mánuðinum. Þess má geta að Friðirk Vignir Stefánsson kórstjórinn okkar var "Tóni" eða orgelleikari í Grundarfirði í átján ár. Þessi ferð vestur var svona ákveðið "come back" fyrir kórstjórann okkar. Á laugardagskvöldið var sameiginlegur hátíðarkvöldverður með ennmeiri söng og dansi. Mynd Jón Pétur Sveinsson. Kveðja.

Engin ummæli: