fimmtudagur, 2. apríl 2009

Skotist til Eyja

Í dag fór ég í stutta ferð til Vestmannaeyja. Keyrðum austur á Bakka og tókum flugvélina þaðan. Flugið tekur sex mínútur. Segja má að stífur austanvindur hafi feygt vélinni yfir sundið út í Heimaey. Þegar fundurinn var búinn var kominn allhvass vindur, stíf austan átt, yfir 30 hnútar og ljóst að ekki yrði flogið í bráð. Þá var eini valkostur dagsins ferjan Herjólfur en áætluð brottför hennar var klukkan fjögur. Við skelltum okkur um borð. Ferðin gékk vel og var þægileg þar sem báturinn var á lensi til Þorlákshafnar. Kominn í bæinn klukkan 20.00. Það ryfjaðist upp fyrir mér að gamall sænskur skólafélagi minn sem fór til Vestmannaeyja í brælu fyrir margtlöngu sagði þegar hann kom til baka: "Sveinn jag har varit i helvete på jorden og átti við Herljólf." Kveðja

Engin ummæli: