þriðjudagur, 13. september 2005

Félagsstörf.


Rotaryfundur.

Nóg að gera þessa dagana. Var á Rótarýfundi í dag. Gunnar Birgisson fór yfir fjármál Kópavogskaupstaðar. Það var ekki annað að sjá en við værum í mjög góðum málum hvað fjármálin varðar. Læt þessa mynd af meðstjórnendum mínum í klúbbnum og bæjarstjóranum fljóta með. Ég hef verið í þessum félagsskap frá árinu 1992. Þetta er góður og mannbætandi félagsskapur. Það er við hæfi að uppáhalds tónskáldið mitt er á málverkinu á bak við okkur, heiðurtónskáld bæjarins Sigfús Halldórsson. Hann er einn af þessum stóru áhrifavöldum á lífsleiðinni, sem hefur haft mikil mótunaráhrif á mann í gegnum lögin sín, málverkin og svo að sjálfsögðu í gegnum áratuga ánægjuleg kynni. Hann heilsaði manni alltaf svo hlýlega: "Komdu sæll og blessaður Svenni minn." Hann var nágranni og góður vinur okkar og sérstaklega foreldranna á Víðihvammsárunum. Minnisstætt er þegar ég ca. 16 ára gamall málaði gluggana á húsinu hans og hann gaf mér mynd í staðinn. Með því að læra að spila lagið: "Við eigum samleið" á píanó sem unglingur gat ég notað lagíð sem "geymslustað" fyrir þann lærdóm sem ég aflaði mér á æskuárunum á píanó. Ég hef sérstaka ánægju á að spila lögin hans og þreystist aldrei á því.

Engin ummæli: