þriðjudagur, 24. janúar 2006

Vetrarríki og dulúð Mónu


Hér er vetrarríki allt tíðindalaust sem betur fer. Maður fer í vinnu á morgnana í myrkri og kemur heim úr vinnu í myrkri. Sumum finnst þetta kósí og mæra skammdegið. Ég læt þeim það eftir. Maður verður að einbeita sér að því að horfa á eitthvað fallegt og uppörvandi. Ég horfi m.a.oft á Mónu Lísu og velti fyrir mér dulúð hennar eins og milljónir annarra. Hef ekki komist að neinni niðursöðu varðandi dulmagnaða krafta hennar. Er þó löngu búinn að skynja það að þeir eru miklir. Er þetta mynd af Maríu Magdalenu eða meistarinn sjálfur Leonardo da Vinci í kvennmannslíki? Eins og einhverjir da Vinci sérfræðingar halda fram. Set hér myndina af henni á heimasíðuna svo þið getið notið hennar líka. Það er vel við hæfi á þessari heimasíðu því við erum með mynd af henni á tveimur stöðum hér heima. Mætti á söngæfingu í gærkvöldi með Sköftunum. Við erum að æfa nokkur lög til að syngja á þorrablóti. Annars er maður í þessu sama varðandi hobbýin: æfir á flygilinn, fer í Rotarý og reynir að halda uppi sæmilegum dampi í leikfiminni. Einhver mundi segja að þetta væri svolítil kyrrstaða hjá manni. Vert er þó að hafa í huga að það að nema staðar andartak stöku sinnum er oft eina leiðin til þess að vera fær um að halda áfram.(OW/Listin að lifa 1993). Hef þetta ekki lengra að sinni. Kveðja.

Engin ummæli: