mánudagur, 22. maí 2006

Bäckaskogs slott restaurant.


Á kaffihúsi.
Hér eru lúnir ungbarnaforeldrar og Sirrý að hvíla sig í sófanum í kaffihúsinu meðan frumburðurinn sefur í vagni sínum. Flottur staður með góðu kaffi "kanelbullum" og bacette brauði. Elsti hlutinn er frá 12.öld og var þarna klaustur "betlimunka" sem munu hafa komið frá Frakklandi. Veitingastofan er restin af kapellunni. Munkarnir sem þarna bjuggu lifðu á álaveiðum. Þeir átu álin í allflest mál og það þótti einkenna þá hversu feitir þeir (munkarnir) voru. Einn ábatinn vóg 300 kg. á banalegunni. Þegar átti að fjærlegja líkið komust líkmennirnir ekki með það út úr herberginu. Því var tekið á það ráð að grafa karlinn í herberginu. Hann mun vera þar enn og segja kunnugir að enn megi heyra í honum á ólíklegustu stundum kalla eftir ál að borða. Síðar bjuggu staðinn eftir siðaskiptin ýmsir aðalsmenn. Þar á meðal einn sem hét Toll og bað sér konu tólf sinnum. En aldrei gékk rófan. Hann gróðursetti tré út í hólma nálægt höllinni í hvert skipti sem hann fékk bónorðsneitun. Nú þarna hafðist við konungborið fólk á 19. öld þar á meðal einhver Karl fjórtandi. Hann mun hafa átt "ljúfa" daga þarna í héraðinu því sagan segir að hann hafi átt 22 skilgreinda afkomendur í sveitinni. Með hvað mörgum konum fylgdi ekki sögunni. Þriðjungur fólks í nærsveitum við höllina getur rakið ættir sínar beint til hans og er því með konunglegt blóð í æðum. Þetta var okkur allavega sagt af þeim sem rak veitingasöluna. Þetta þótti honum hið besta mál. Því sveitin lifði sitt gullaldarskeið þegar erfðaprinsinn lifði sínu ljúfa lífi í sveitinni. Þetta var á þeim tímum þegar fólk úr öðrum sveitum þurfti að flýja Skåne til vesturheims vegna vesældóms og örbyrgðar.

Engin ummæli: