fimmtudagur, 25. maí 2006

Uppstigningardagur.


Við höfum að mestu verið heima við í dag. Hér komu í dag Valdimar og Stella. Björn og Sunna litu inn. Við skruppum á Hlíðarveginn í kvöld og tókum kosningarstöðuna. Þessu norðan kuldakasti sem staðið hefur undanfarna daga er lokið í bili. Reynitréð okkar hefur látið svolítið á sjá en það nær sér örugglega. Nú hlýtur sumarið að vera komið. Allavega er allt að verða fagurgrænt. Í morgun komu Þór og Marybeth frá Ameríku með börnin sín tvö, Kyle og Margret Ann. Við eigum nú eftir að hitta þau. Það verður væntanlega á morgun. Sirrý hefur verið að undirbúa erindi sem hún mun halda á ráðstefnu í Finnlandi. Sigrún er byrjuð að vinna sumarvinnuna sína. Henni gékk vel í prófum og fékk verðlaun fyrir mætingu stúlkan sú. Annállinn óskar henni til hamingju með árangurinn.

Engin ummæli: