mánudagur, 8. maí 2006

Nú er komið sumar.....

Í gær var Skaftfellingakaffi fyrir eldra fólk. Kórinn söng nokkur lög og voru þetta einu formlegu tónleikarnir á þessu ári. Það gékk ágætlega og undravert hvað margir voru mættir þrátt fyrir gott veður úti. Í kvöld var svo aðalfundur kórsins og kvöldkaffi þar sem afgangar gærdagsins voru étnir. Ef einhverjir Skaftfellingar slæðast inn á þessa vefsíðu hvet ég þá til þess að koma í kórinn það er nóg pláss. Þetta á líka við um aðra söngfugla, jafnvel þótt þeir séu ekki úr Skaftafellssýslunum. Annars höfum við mest verið heima við. Fúavörðum pallinn og þrifum kjallaratröppurnar og var ekki vanþörf á. Veðrið þessa helgi hefur verið hreint út sagt frábært. Hlýtt og allur gróður að sprynga út með látum. Þær mæðgur sitja þó mest inni við. Önnur við próflestur og hin við lestur prófúrlausna. Hér litu við í gær þær mæðgur Unnur og Stefanía. Annars lítið í fréttum. Kveðja.

Engin ummæli: