sunnudagur, 14. maí 2006

Æ,æ,æ þar lágu mínir menn í því..


Hammers.
Hvílíkur leikur og barátta! Náði að fylgjast með úrslitaleiknum í ensku bikarkeppninni í gær. Allir leikmenn gáfu 110% í leikinn. Ég hélt að sjálfsögðu með mínum mönnnum, West Ham. Það er nú orðið langt um liðið síðan þeir hafa verið svona áberandi í sviðsljósinu. Rifjaði upp gamla og góða tíma þegar félagið átti þrjá menn í enska landsliðinu, sem vann Þjóðverja á Wembley árið 1966 og urðu heimsmeistarar. Síðan eru liðin 40 ár !!! og Bretar hafa aldrei unnið síðan. West Ham kapparnir sem urðu heimsmeistarar voru Bobby Moore sjálfur fyrirliðinn, Jeff Hurst og Martin Peters. Síðan enski boltinn fór að þvælast milli stöðva hef ég meira og minna misst af þeirri skemmtan sem hann var hér á árum áður. Er þó ennþá með Sýn og sé einn og einn leik. Það verður spennandi að sjá hvernig Englendingum vegnar í heimsmeistarakeppninni í ár. Kannski þeir nái að halda upp á 40 ára afmælið með því að vinna þessa keppni, hver veit. Annars lítið í fréttum af okkur. Hér komu í gærkvöldi Valdimar og Stella og í gærdag Vélaug og Sigurður með þriggja ára fallega snót sem heitir Bryndís Gunnarsdóttir. Hér er þær mæðgur áfram við sína iðju að fara yfir próflausnir og lesa undir próf.Nú þið getið lesið um það sem ég eyði tímanum í.

Engin ummæli: