sunnudagur, 28. maí 2006

Brúðkaup í Perlunni.


Faðir og brúður.
Það var mikið um að vera hjá okkur Brekkutúnsbúum í gær. Brúðkaup Bille og Hildar dóttur Helga og Ingunnar í Perlunni. Brúðhjónin eru búsett í Stokkhólmi og vinnur brúðurin þar sem læknir en brúðguminn er viðskiptamenntaður. Ég fór í veisluna en Sirrý komst ekki. Hún fór við jarðarför Margrétar móðursystur sinnar í Vík í Mýrdal sem lést í USA fyrr á þessu ári. Veislan í Perlunni var stórglæsileg eins og við var að búast. Vinir brúðhjónannna voru komnir víða að frá Californíu, Boston og London. Sat til borðs með ungu pari sem er uppalið í Gautaborg, en starfar á fjármálamarkaðnum í Lundúnum. Það var mjög athyglisvert að fá innsýn inn í líf þessa fólks. Þar sem vinnumórallinn er slíkur að það þykir ekkert mál að vinna tvo sólarhringa í beit (samfellt) þegar svo ber undir. Enda svefnaðstaða á vinnustaðnum til þess að fleygja sér smástund. Flestir eru líka í kringum þrítugt og tilbúnir að leggja mikið á sig til þess að láta drauminn rætast. Nú sveitartjórnarkosningarnar sem haldnar voru í gær fóru eins og þær fóru. Sjálfstæðisflokknum tókst ekki að ná hreinum meirihluta í Reykjavík og Kópavogi. Einhver pólitískur bræðingur þarf nú að eiga sér stað milli aðila til þessa að mynda starfhæfa meirihluta. Bið að heilsa í K - stad. Kveðja.

Engin ummæli: