fimmtudagur, 4. maí 2006

Hækkandi bensínverð


Rakst á þessa mynd á www hún segir í raun allt sem segja þarf varðandi hækkandi bensínverð. Tók eftir því að bílaleigubíllinn sem ég tók í Frakklandi í apríl var díselbíll og eyddi aðeins um 5 lítrum á hundrað km. Maður fyllti tankinn fyrir 5000 kall og gat keyrt á tankinum 1000 km. Bílarnir okkar eru frekar eyðslufrekir. Ég hugsa að jeppinn eyði 20 lítrum á 100 km. Fyllingin á tankinn kostar 10000 og maður keyrir 400 km á tankinum. Þannig að það er hægt að spara töluverða peninga með því að skoða eyðslugrennri bíla. Annars ekkert sérstakt í fréttum. Nú fer að nálgast í sveitarstjórnarkosningar maður skynjar að baráttan er að harðna. Spennandi að sjá hvernig landslagið verður í borginni eftir kosningar.

Engin ummæli: