laugardagur, 27. maí 2006

Útskrift stúdenta.


Í gær var ég mættur í Digraneskirkju til þess að afhenda afburðarnemanda úr Menntaskólanum í Kópavogi verðlaun fyrir frábæra frammistöðu á stúdentsprófi fyrir hönd Rótarý klúbbs Kópavogs. Stúlkan fékk 10 í 17 fögum. Ég hafði gaman af þessu enda gerist þetta ekki á hverjum degi. Seinni partinn í gær fórum við til Björns í kvöldverðarboð ásamt Þór, Marybeth, Margret Ann og Kyle. Fengum harðsoðinn silung að hætti Kristjönu heitinnar í Álftagerði. Valdimar lögreglumaður leit við en hann var að fara á kvöldvakt. Eftir matinn fórum við suður í Kópavog og vorum mætt í stúdentaveislu hjá Herði Stefáni sem var að útskrifast frá Menntaskólanum í Reykjavík. Þar vorum við fram undir miðnætti og hittum fullt af fólki. Þar á meðal finnskar vinkonur Hildar sem mættar eru til að vera viðstaddar brúðkaup hennar og Bille. Okkur er boðið í veisluna. Sirrý getur ekki mætt því að hún fer með fólkinu sínu frá Ameríku til að vera við jarðarför Margrétar móðursystur sinnar í Vik í Mýrdal. Þetta er nú svona það helsta í fréttum af okkar vettvangi. Nú svo eru kosningar í dag og töluverð spenna í Reykjavík hvernig þetta fer allt saman. Kveðja.

Engin ummæli: