mánudagur, 15. maí 2006

Lok á vetrarstarfi.

Ég fór í síðasta píanótíma vetrarins á föstudaginn hjá Þ. Gauta. Nú fer að líða að lokum vetrarstarfsins í leikfiminni. Við ætlum að reyna að þrauka út maí mánuð. Erfiður tími hjá Gauta leikfimistjóra í dag. Söngæfingum lauk 7. maí og svo hætti ég sem ritari á Rotarýfundum eftir mánuð. Þannig að þetta verður gott sumarfrí frá þessum helstu áhugamálum næstu tvo til þrjá mánuði. Nú í vinnunni held ég bara sama striki áfram en þar verður lokað seinni hlutann í júlí. Við höfum aðeins verið að myndast við vorverkin. Bæsuðum sólpallinn og þvoðum og máluðum kjallaratröppurnar. Höfum aðeins hitt nýja nágranna sem hafa verið að flytja inn í nokkur húsin í kringum okkur. Þetta er fólk sem er svona 15 til 20 árum yngra en við með svona + 3 börn og hund (sumir). Manni finnst við vera orðin meðal gamlingjanna í hverfinu en það er allt í lagi. Við fluttum síðust í þetta hverfi af þeim sem fluttu fyrstir inn í húsin á árunum 1983 til 1985 og vorum svona 5 til 7 árum yngri. Hreint ótrúlegt hvað það hefur verið mikil hreyfing í hverfinu á undanförnum árum þegar maður pælir í því. Skýringarnar á þessum flutningum eru vafalaust jafnmargar og tilfellin. Nú fer að styttast í sveitarstjórnarkosningarnar. Maður er einhvern veginn mitt á milli í hinni pólitísku umræðu eða á ég að segja utanveltu. Er ekki með börn á barnaheimilum eða grunnskóla. Er ekki að leita að lóð eða byggja. Búið að malbika og gera göngustíga. Þarf ekki sem betur fer á sjúkraheimili fyrir aldraða að halda í bili eða með áhuga á nýju tónlistarhúsi á Borgarholtinu. Það er helst að maður velti því fyrir sér hvort ekki megi fara að draga úr kostnaði við rekstur sveitafélagsins. En þá segja stjórnmálamennirnir að það sé búið að gera það! Maður megi ekki vera neikvæður miðaldra karl sem vilji bara spara. Nei "the show" verður að halda áfram og nú eru það vöggustofur sem vantar handa "karrier kvinnunum" sem mega ekki vera að því að passa börnin sín. Ef maður spyr í einfeldni sinni hvort þær geti bara ekki verið heima og passað börnin sín meðan þau eru í vöggu. Þá fær maður augnatillit og glósur um úreld viðhorf miðaldra karlmanna. Svona er Ísland.

Engin ummæli: