þriðjudagur, 9. maí 2006

Sólsetursmistur


Sól í vestri.
Sósetursmistur kalla ég þessa mynd af sólinni á vesturhimni. Annan dag í röð er mistur í lofti, hlýtt og notalegt veður mælirinn í bílnum sagði +14°C í dag. Þetta er eins og í "útlöndum". Við höfum löngum talið að allt sé best þar. Á svona stundu er örugglega hvergi betra en hér. Vona að þetta trufli ekki þá sem tímabundið eru í staddir í verkefnum erlendis. Nú það er svo sem ekki mikið að frétta þessa dagana. Var á Rótarý fundi í dag alltaf gefandi að mæta á fundi þar. Nú fer að styttast í að ég losni sem ritari á fundum. Á síðustu dögum hefur gróður sprungið út og gróður lyktin í loftinu er yndisleg, fyllir öll vit. Athygli mín beindist að því í dag hversu gagnlegt það getur verið að gera áætlanir, setja sér markmið. Segir ekki líka að betra sé að veifa röngu tré en engu? Áætlun þarf ekki að vera flókin eða merkileg. Maður skrifar niður nokkrar línur um það sem stendur til að gera. Ég hef stundum sagt að leiðin að settu marki sé alltaf næsta skref. En það hjálpar til að hreyfa fæturnar að vita hvert maður ætlar að stefna.
Jæja hef þessa pælingar ekki lengri. Verðum í sambandi.

Engin ummæli: