laugardagur, 10. júní 2006

Þeir verða að gera betur en þetta!!!

Ég er búinn horfa í 4 tíma í dag á boltann. Enn eru rúmir 60 leikir eftir þannig að það á mikið eftir að gerast. Aumt af Englendingum að fá þrjú stig fyrir að Paragvæ gerði sjálfsmark á þriðju mínútu. Þetta enska lið er bara ekki sannfærandi. Þeir verða að gera betur en þetta ef þeir ætla sér sigur í þessari keppni. Þetta var leiðinlegur bolti sem það spilaði. Frændur vorir Svíar voru heldur ekki sannfærandi gagnvart Trinidad. Puðuðu eins og þeir einir kunna en vantaði alla snerpu í sóknina. Jafntefli í þessum leik var í raun sigur fyrir Trinidad. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábæran baráttuvilja í erfiðri stöðu voru aðeins 10 í seinni hálfleik þar sem einn var rekinn útaf. Nú af öðrum málum er það helst að frétta að ég fékk flygilinn stilltan í dag. Hvílíkur munur að spila á hann. Ég verð að gera eitthvað til þess að verja hann fyrir hitasveiflum. Sirrý er í Jönköping við lestur fræða. Hjörtur að horfa á boltann í K-stad og Ingibjörg og nafni að setja niður í töskur. Mamma og pabbi og Þórunn og Sveinn á Mallorka. Hér komu í dag Björn og Sunna og horfðu á fyrri leikinn. Gunnar Örn bróðir Sirrýjar og Bryndís dóttir hans litu hér líka við í dag. Hann verður fertugur 13. júní næstkomandi. Valdimar er í útskriftarveislu hjá Sæma Kalla. Þetta eru helstu fréttirnar.

Engin ummæli: