sunnudagur, 18. júní 2006

Austur í bústað

Horft til Hemruheiðar. Hún er falleg Hemruheiðin í fullum sumarskrúða. Grænt birkið klæðir hana að stórum hluta.













Sigrún Huld. Þá er að skrifa nokkrar línur í gestabókina sem geymir margar frásagnir af veru okkar á þessum slóðum allt frá því bústaðurinn var reystur 1983. Við Sirrý fóru að venja komur okkar í Skaftártunguna árið 1973. Gistum þá í hinu fræga hundagili rétt fyrir ofan barðið sem bústaðurinn stendur á.














Mæðgurnar. Hér stilla þær sér upp og leyfa henni Sunnu okkar að vera með á myndinni.













Skógarfoss.Við þrjú ég Sirrý og Sigrún fórum austur í Skaftártungu í dag. Við fórum til móts við sólina og sumarið sem þar ríkti og þessar myndir bera með sér. Veðrið í Tungunni var æðislegt 15°C og hlýr vindur, sól og sumar. Stoppuðum stutta stund í Göggubústað og héldum svo suður er líða tók á daginn. Hér má sjá okkur við Skógarfoss og Sigrúnu kvitta í gestabókina og svo Hemruheiði í fullum skrúða.

Engin ummæli: