sunnudagur, 11. júní 2006

Sjómannadagurinn.

Sjómönnum er hér óskað til hamingju með daginn. Sjómannadagurinn er venjulega fyrsti sunnudagurinn í júní, en beri hvítasunnu upp á þann dag færist stjómannadagurinn um eina viku. Veðrið hér á suðvestur horni landsins er hundleiðinlegt. Lágskýjað og rigning, en veðrið hefur verið stillt. Hitinn er um 11°C. Raunar held ég að veðrið sé víðast um land í þessum dúr. Fór í bíltúr um hádegisbilið en annars hef ég verið heimavið. Aðeins horft á boltann. Horfði á leik Hollendinga og Serbíu og með annað augað á leik Mexico og Íran. Annars ekkert sérstakt í fréttum. Ja ekkert nema af vettvangi stjórnmálanna. Jón Sigurðsson verður iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hættir í Seðlabankanum.

Engin ummæli: