sunnudagur, 25. júní 2006

Um Þingholtið í fylgd Birnu Þórðardóttur.

Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku fórum við í gönguferð um Þinghloltin með Birnu Þórðardóttur. Aldrei hefur hvarflað að mér að ég ætti eftir að fara í gönguferð með henni! En svona er lífið maður veit aldrei hvað bíður manns. Hún var sem sé leiðsögumaðurinn í þessari ferð. Þetta var ferð sem var á vegum félags félagsráðgjafa og var lagt af stað frá Hallgrímskirkju kl. 20.00. Síðan var gengið niður í bæ og endað í portinu við Bernhöftstorfuna. Þetta var ágætis skemmtun og fróðlegt að upplifa bæjarhluta sem maður telur sig þekkja ágætlega undir leiðsögn annarra. Enduðum svo á fínu kaffihúsi neðarlega á Laugavegi með tveimur vinnufélögum Sirrýjar. Svona er Rvík í 101 í dag.

Engin ummæli: