föstudagur, 9. júní 2006

Boltinn rúllar í Þýskalandi.

Jæja þá er boltinn farinn að rúlla í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi. Sá fyrsta leikinn milli Kosta Rica og Þýskalands áðan. Þetta var svolítið leikur kattarins (Þjóðverja) að músinni (Kosta Rica). Sex mörk í fyrsta leiknum var ágætis skemmtan. Mörg þeirra voru líka glæsileg, sérstaklega mark Thorstens Frings snúningsbolti langt utan af vellinum óverjandi. Nú hér af heimavettvangi er það helst að frétta að miðstjórn Framsóknarflokksins fundar í dag um málefni flokksins. Flokksráðstefnan verður þriðju viku í ágúst, þannig að Mallorkafarar geta verið rólegir. Halldór hélt ræðuna sína í dag. Svo sem ekkert nýtt í henni annað en hann og Guðni hafa slíðrað sverðin í bili allavega. Endurskipan ríkisstjórnarinnar verður kynnt um eða eftir helgi og þá hvaða mannabreytingar og hrókeringar verða því samfara. Það er enn á ný komin langþráð helgi og ég held maður verði bara heimavið í boltagírnum.

Engin ummæli: