miðvikudagur, 28. júní 2006

Sannkallað sumarverður.

Í dag voru stjórnarskipti í Rótarýklúbbnum. Ég er búinn að vera ritari síðasta starfsár. Ég er þó ekki laus því nú tekur við varaformennska næsta starfsár. En það er gott að vera laus við fundargerðirnar. Það hefur verið sannkallað sumarveður í dag hlítt, hægviðri og sólskin. Höfum að mestu verið heima við tiltekt og svona snudd. Nú svo hefur maður aðeins horft á boltann. Leik Frakklands og Spánar, sem Frakkar unnu 3/1 og svo horfði ég að hluta á Brassana leika sér að Ghana mönnum. Ótrúleg boltatækni hjá Brössunum. Hreinasta unun að horfa á þá leika sér með knöttinn. Annars ekkert sérstakt í fréttum héðan. Kveðja.

Engin ummæli: