þriðjudagur, 6. júní 2006

Þjóðhátíðardagur Svía.


Það fer vel á því að minnast þjóðhátíðardags Svía sem er í dag, 6. júní. Þeir eru nýbúnir að taka þennan dag upp sem sérstakan þjóðhátíðardag. Áður kallaðist þessi dagur "Svenska flaggans dag". Nú er tekist á um það á götum helstu borga í landinu hvort svona dagur sé til þess að ýta undir aðskilnaðarstefnu í samfélaginu þ.e. að þessi dagur sé vatn á millu þjóðernissinna sem eru andsnúnir innflytjendum. Nú svo eru aðrir sem vilja hafa þetta sem "karnival" dag í ætt við 17. júní. Ég sendi fjölskyldumeðlimum í Svíaríki hátíðarkveðjur og þakka fyrir frábæra hvítasunnuhelgi. Hér á heimavelli er nú tekist á um formennskuna í Framsóknarflokknum. Halldór búinn að ákveða að hætta og Guðni að meta sína stöðu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Framsókn tekst að spila úr þeirri erfiðu stöðu sem flokksstarfið virðist vera í nú á þessum tímamótum. Allra hluta vegna er mikilvægt að ná megi farsælli niðurstöðu í málefnum flokksins svo ekki komi til stjórnarkreppa vegna óeiningar í flokknum. Halldór á að baki afar glæstan feril í íslenskum stjórnmálum og vandasamt verður fyrir flokkinn að fylla hans skarð.

Engin ummæli: